Við útvegum sérfræðinga og forritara eða heil þróunarteymi sem koma þínum hugmyndum í framkvæmd

Við förum með þér alla leið, skref fyrir skref

Við hjá Sunnan 10 höfum langa reynslu úr bæði hugbúnaðargerð og af útvistunarsamningum af öllum stærðum og gerðum.  Reynsluna höfum við nýtt okkur til þess að smíða þá tegund þjónustu sem við teljum henta markaðnum á Íslandi best.  Starfsfólk og teymi sem eru sérstaklega ráðin utan um þínar þarfir gera þér kleift að bæta við framleiðslugetuna og gera hugmyndirnar að raunveruleika.

Ráðgjafar okkar hér heima geta aðstoðað við vöruþróunina, sett upp stjórnkerfi verkefna og stutt við verkefnastjórn til að tryggja að vélin gangi eins og smurð.

Við erum með starfsemi í Skopje í Makedóníu þaðan sem við sinnum útvistuðum verkefnum og leitum að hæfileikafólki um allan Balkansskagann.

Við vitum að góð samskipti eru lykillinn að árangri

Ef vel á til að takast við útvistun hugbúnaðarverkefna til annara landa eru samskipti og samstarf algjör lykilatriði. 

Við leggjum mikið á okkur til að ná í fólkið með bestu mögulegu hæfileikana til að vinna fyrir okkar viðskiptavini.  Samskiptahæfileikar og aðlögunarhæfni eru meðal þeirra þátta sem við horfum til.

Við vöndum okkur líka við að skapa sterka liðsheild milli okkar fólks og viðskiptavina því ferðalagið tekur stystan tíma ef allir fara í sömu átt.

Við fylgjumst náið með framvindu verkefna og fundum reglulega með viðskiptavinum til að þefa uppi umbætur.

Verðdæmi

Leiðtogi teymis Mikil reynsla / Senior

kr 840.000- Á mánuði
+7 ára reynsla af hugbúnaðargerð
Meistarapróf í verkfræði eða tölvunarfræði
Þekking og reynsla af agile vinnubrögðum

Forritari Mikil reynsla / Senior

kr 730.000- Á mánuði
+5 ára reynsla af hugbúnaðargerð
Meistarapróf í verkfræði eða tölvunarfræði
Þekking og reynsla af agile vinnubrögðum

Forritari Miðlungs reynsla

kr 630.000- Á mánuði
+3 ára reynsla af hugbúnaðargerð
háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði
Þekking og reynsla af agile vinnubrögðum

Forritari Lítil reynsla / Junior

kr 410.000- Á mánuði
+3 ára reynsla af hugbúnaðargerð
eða háskólapróf í verkfræði eða tölvunarfræði