Við förum með þér alla leið, skref fyrir skref
Við hjá Sunnan 10 höfum langa reynslu úr bæði hugbúnaðargerð og af útvistunarsamningum af öllum stærðum og gerðum. Reynsluna höfum við nýtt okkur til þess að smíða þá tegund þjónustu sem við teljum henta markaðnum á Íslandi best. Starfsfólk og teymi sem eru sérstaklega ráðin utan um þínar þarfir gera þér kleift að bæta við framleiðslugetuna og gera hugmyndirnar að raunveruleika.
Ráðgjafar okkar hér heima geta aðstoðað við vöruþróunina, sett upp stjórnkerfi verkefna og stutt við verkefnastjórn til að tryggja að vélin gangi eins og smurð.
Við erum með starfsemi í Skopje í Makedóníu þaðan sem við sinnum útvistuðum verkefnum og leitum að hæfileikafólki um allan Balkansskagann.