Okkar lykill að árangri

Þverfagleg samvinna

Samvinna allra aðila sem koma að snertiflötum við breytinguna skilar hröðum árangri.  Stuttar boðleiðir skýrt umboð og frelsi til athafna þýðir að hægt er að innleiða breytingu mun hraðar.

Aukið eignarhald á breytingum

Ef starfsfólk tekur virkan þátt í að þróa og hanna breytinguna og velja hvað það er sem á að breyta er það líklegra til vera jákvæðir talsmenn og kyndilberar fyrir breytingunni.    

Viðskiptavinir í fyrsta sæti

Viðskipti og þjónusta snúast fyrst og fremst um viðskiptavininn.  Þess vegna teljum við mikilvægt að ferlar, vörur og þjónustur séu hannaðar út frá hagsmunum viðskiptavinarins en ekki innri kerfum og þörfum fyrirtækisins.

Leiðsögumenn í hafsjó breytinga

Beytingar eru erfiðar.  Daglegt amstur dregur sífellt til sín athygli  Við skerpum fókusinn svo starfsfólk, menning, ferlar og tæknilausnir skili ávinningi fyrir viðskiptavininn.

Jón Gunnar Björnsson

Það er ekkert betra en horfa yfir dagsverkið og sjá raunverulegan afrakstur, að eitthvað hafi orðið til eða einhverju hafi verið breytt og bætt.

Þess vegna elskar Jón Gunnar að vinna með design thinking og agile.  Þar gerast hlutirnir hratt og að loknum degi er hægt að líta um öxl og sjá að til varð frumgerð að nýrri þjónustu eða nýtt ferli sem mun gleðja viðskiptavini.

Brynjólfur Ægir Sævarsson

Þetta snýst allt um fólk. Um viðskiptavini og um starfsfólk. Sama í hvaða geira eða hver verkefnin eru. Það er krefjandi að fá alla til að ganga í takt og búa til raunverulegt virði fyrir viðskiptavini. Brynjólfur Ægir hefur fengist við stjórnun og innleiðingu breytinga í þjónustu lengur en hann hélt. Uppáhaldið hans er að koma inn sem ráðgjafi í lengri eða skemmri tíma, hitta fólkið, læra um áskoranirnar og koma öllum á sömu síðuna. Hann nýtir reynslu sína og þekkingu á design thinking, agile, lean og vinnustofum til að ná raunverulegum árangri í nýsköpun og flóknum áskorunum með ólíkum hagsmunaaðilum. Árangurinn næst nefnilega ekki nema fókusa á fólkið.

Við beitum ýmsum verkfærum m.a.

Innleiðing nýsköpunarmenningar

Starfsdagar og stjórnendamót

Árangursrík stefnumótun

Lækkun þróunarkostnaðar

Viðskiptavinurinn í fyrsta sæti

Alþjóðlegt net ráðgjafa

Ókeypis vinnustofa fyrir félagasamtök eða samfélagsverkefni

Sunnan 10 ehf mun bjóða einum félagasamtökum eða samfélagsverkefni upp á ókeypis vinnustofu mánaðarlega fram að áramótum. Eina skilyrðið er að segja megi frá verkefninu og ávinningi þess án þess þó að ljóstra upp nokkrum leyndarmálum.

Á vinnustofunum okkar notum við ýmiskonar aðferðir úr hugmyndafræði design thinking, agile, lean og fleiri til að ná fram hugmyndum og lausnum frá hópi fólks. Vinnustofurnar skila mestum árangri þegar vandamálin eru flókin og hópurinn er fjölbreyttur.
Dæmi um áskoranir gætu verið:

 • Stefnumótun
 • Hanna vöru, vefsíðu eða þjónustu og prófa fyrstu útgáfu
 • Laga ferla
 • Skipuleggja herferð
 • Hvernig vinnum við saman á árangursríkan hátt
 • Leysa hvers kyns vandamál

Við munum velja verkefni sem höfðar til okkar og við höldum að við getum fært mest virði á þeim tíma sem við höfum. Lengd vinnustofu fer algerlega eftir eðli verkefnis. Hún getur tekið tvo tíma eða náð yfir tvær vikur.
Eina markmiðið okkar er að vinna að jákvæðum verkefnum og sýna fram á hvernig hægt er að ná árangri.
Allar umsóknir eru trúnaðarmál, við segjum aðeins frá þeim sem við vinnum með.

Um Sunnan 10

Sunnan 10 hjálpar fyrirtækjum og  opinberum stofnunum að ná árangri með samvinnu.  Við aðstoðum við að greina áskoranir og leiðum teymi við þróun lausna og sköpun ávinnings.

     
 • Suðurhraun 10, Garðabæ, Ísland
 • sunnan10@sunnan10.is
 • 855 0510
 • 855 0510
 • Kennitala: 5602152070
 • VSKNR: 136700