Tækni

Tæknin er ekki lengur einkamál tölvudeildanna.  Í nútímanum er tæknin órjúfanlegur þáttur í starfsemi allra stofnana, fyrirtækja og í raun lífi okkar allra.  Viðskiptavinir vilja vera lausir við pappír og geta afgreitt umsóknir og viðskipti á fáeinum mínútum hvaðan og hvenær sem er.  Tæknin færir fyrirtækjum og stofnunum margvísleg tækifæri til hagræðingar með aukinni sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu

Stefna

Til þess að ná árangri í stafrænni væðingu þarf bæði að átta sig á því hvaðan við erum að koma og ekki síður hver áfangastaðurinn er.  Þegar það er ljóst er hægt að varða leiðina að árangri og leggja af stað.  Stefnan er leiðarljós okkar um hvernig við veljum ferla til stafrænnar væðingar, hvernig við nýtum best þann mannauð sem við búum yfir og hvernig við vinnum best með ytri aðilum til þess að ná hámarksárangri.

Stafræn Stjórnsýsla

Störfin og viðfangsefni stofnanna í opinberri þjónustu eru sérhæfð og fáir aðilar til að bera sig saman við.  Tækifærin til þess að nýta tæknina til hagræðingar og bættrar þjónustu eru fjölmörg. Við trúum því að með því að líta til þróunar hjá fyrirtækjum á almennum markaði og að temja sér þá hugmyndafræði og vinnubrögð sem þeir sem standa sig best nota megi auka skilvirkni, hraða afgreiðslum og gleðja viðskiptavini.

Útvistun í hugbúnaðarþróun

Hraðari og ódýrari þróun með útvistun

Við styðjum stofnanir og fyrirtæki á stafrænni vegferð með því að veita aðgengi að sérfræðingum í hugbúnaðarþróun á mjög hagstæðum kjörum. Við útvegum þá sérfræðiþekkingu sem þörf er á hratt og örugglega.  Við rekum útvistunarmiðstöð í Skopje í Makedóníu þar sem hjá okkur starfa hugbúnaðarsérfræðingar, kerfistjórar, prófarar og gagnavísindamenn.  Við beitum sannreyndum agile vinnubrögðum til þess að tryggja frábæran framgang verkefna.

Leiðsögumenn í stafrænum frumskógi

Stafræn umbreyting er meira en tæknilegt verkefni. Ef vel á að takast til er nauðsynlegt að búa þannig um hnútana að starfsfólk, menning, ferlar og tæknilausnir gangi í takt og miði að ávinningi fyrir viðskiptavininn.

Mynd af Guðrúnu Helgu
Guðrún Helga Hamar

Ráðgjafi

Rak verkefnastofu Arion banka sem hefur verið fyrirmynd tækniframfara og hagnýtingu fullhelgaðra, þverfaglegra vinnuteyma og verkefnalota á Íslandi. MBA frá IESE

Jón Gunnar Björnsson

Ráðgjafi

Jón Gunnar hefur yfir 20 ára reynslu úr upplýsingatækni og fjármálageiranum þar af um 15 ára reynslu sem stjórnandi. Stýrði öllum innkaupum…

Brynjólfur Ægir Sævarsson

Ráðgjafi

Stýrði stjórnendaráðgjöf Advania. Stýrði breytingaverkefnum og innleiðingu stafrænnar þjónustu á einstaklingssviði Landsbankans. Mikil reynsla af breytingastjórnun og stefnumótum í tengslum við stafræna…

Óhamið hugarflug og sjálfstæð samvinna

Vinnubrögð sem skila árangri með fólk í forgrunni

Skilja

Til þess að geta raunverulega leyst vandamál þurfum við að skilja viðskiptavini,  þarfir þeirra og væntingar til þjónustunnar.  Til þess að auka skilning má t.d. beita viðtölum og fylgjast með þeim nota þjónustuna.  Mikilvægast er að leitast við að skilja hvað liggur að baki hverri aðgerð og skrefi án þess að leggja dóm á forsendurnar

Skapa

Við köstum fram eins mörgum mögulegum hugmyndum og hægt er til þess að ná markmiðunum sem við höfum skilgreint.  Reynum að horfa fram hjá augljósum lausnum til þess að missa ekki af skapandi nýjungum.  Gott er að afla hugmynda frá aðilum með mismunandi aðkomu að vandamálinu og með mismikla sérþekkingu á viðfangsefninu

Sannreyna

Við sannreynum lausnir og frumgerðir með því að bera þær undir notendur.  Þar sem frumgerðirnar eru einfaldar og ófullkomnar þarf að vera skýrt hvað það er sem við erum að prófa til að niðurstaðan gagnist okkur.  Endurgjöf notendanna nýtum við til þess að kanna hvort hugmyndin virkar á þann máta sem við héldum og hvort upplifunin skilar sér til notandans.

Skilgreina

Á þessu stigi eru upplýsingar sem við höfum aflað frá viðskiptavinum flokkaðar og greindar.  Við drögum fram mikilvægustu atriðin og setjum sértæk, hnitmiðuð og náanleg markmið.

Smíða

Eftir að við höfum valið þær hugmyndir sem eru heppilegastar til að leysa verkefnið smíðum við einfaldar frumgerðir sem útfæra þær.   Þetta gefur okkur færi á að kanna fljótt hvort við erum á réttri leið.